Brim: Kynning á uppgjöri þriðja ársfjórðungs
Brim mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða fimmtudaginn 14. nóvember.
Kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 15. nóvember klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.