Hagar hf.: Tilkynning vegna framkvæmdastjórnar Haga

Þann 30. apríl sl. var tilkynnt um breytingu á framkvæmdastjórn Haga, m.a. að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefði óskað eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Í dag hefur náðst samkomulag við Guðmund og mun hann áfram starfa sem framkvæmdastjóri Bónus.Í ársreikningi félagsins sem birtur var 18. maí sl. var tilkynnt að fjárhagsleg áhrif starfslokanna kæmu fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21. Í ljósi fyrrgreinds samkomulags mun ekki koma til gjaldfærslu nú, líkt og áður hafði verið áætlað.Miðað við ofangreint gerir nú mat stjórnenda ráð fyrir því að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir samstæðunnar (EBITDA) á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. tímabilið 1. mars til 31. maí 2020, verði 1.100 til 1.250 millj. króna.Nánari upplýsingar veitir Davíð Harðarsson, stjórnarformaður Haga, í tölvupósti: davidh@nordicvisitor.com.