Kaldalón hf.: Aðalfundur 2020

FUNDARBOÐAðalfundur Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, verður haldinn föstudaginn 26. júní 2020, kl. 15:00, í höfuðstöðvum Kviku banka hf., Katrínartún 2, 105 Reykjavík, 9.hæð.Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi liðir:Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu.Kosning og skipun stjórnar, varastjórnar og fjárfestingar- og hagsmunaráðs.Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.Kjör endurskoðanda félagsins.Starfskjarastefna félagsins.Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og endurskoðanda.Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.***Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins:Stjórn leggur til breytingar á samþykktum félagsins og eru meginatriði tillagnanna tilgreind hér fyrir neðan.Í fyrsta lagi er lagt til að breyta tilgangi félagsins, sem tilgreindur er í ákvæði gr. 1.3. í samþykktum, þannig að hann verði; „fjárfestingastarfsemi, þ.m.t. fasteignaþróun, kaup, sala, rekstur, eignarhald, umsýsla og uppbygging fasteigna og innviða tengdum fasteignaverkefnum og fasteignafélaga, lánastarfsemi ásamt kaupum og sölu félaga, fjármálagerninga, ýmiss konar skuldaviðurkenninga, s.s. lánssamninga og skuldabréfa, allt í tengslum við fasteignaviðskipti, fasteignaþróun, uppbyggingu innviða í tengslum við fasteignaverkefni eða fjármögnun byggingaframkvæmda og annar skyldur rekstur. Félaginu er heimilt að eiga hlut í félögum í starfsemi tengdri byggingageiranum, þ.m.t. í steypustöðum. Félaginu er einnig heimilt að eiga skráð og óskráð hlutabréf og skuldabréf.“Í öðru lagi er lagt til að stjórn félagsins verði heimilað með breytingu á gr. 2.8. í samþykktum að hækka hlutafé félagsins um allt að 6.000.000.000 – sex þúsund milljónir- að nafnverði.Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis fram að aðalfundi.Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið fyrir á fundinum skal hann koma slíkri ósk á skriflega á framfæri við stjórn félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir boðaðan fundartíma.Reykjavík, 12. júní 2020F.h. stjórnar Kaldalóns hf.Þórarinn Arnar Sævarsson
stjórnarformaður