Festi hf.: Kaup á eigin hlutum
Kaup á eigin hlutum með tilboðs fyrirkomulagi í samræmi við heimild aðalfundar Festi hf. þann 21. mars 2019Stjórn Festi hf. hefur ákveðið að hefja endurkaup á eigin hlutum félagsins fyrir allt að 2% af útistandandi hlutum en við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.Samið hefur verið við verðbréfafyrirtækið Íslenska fjárfesta hf. um að annast endurkaupin með öfugu tilboðs fyrirkomulagi. Allir hluthafar Festi hf. geta gert tilboð um að selja sín bréf til Festi hf. í gegnum Íslenska fjárfesta hf.Tilboðum skal skila til Íslenskra fjárfesta á netfangið markadir@fjarfestar.is eða í síma 532-8000 fyrir kl. 18:00 sunnudaginn 10. nóvember 2019.Niðurstöður verða tilkynntar í fréttakerfi Nasdaq OMX Iceland fyrir kl. 09:00 mánudaginn 11. nóvember 2019.Uppgjörsdagur verður 15. nóvember 2019.Festi birti árshlutauppgjör þriðja ársfjórðungs 2019 þann 6. nóvember 2019.Endurkaupin eru framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og lög um verðbréfaviðskipti nr. 103/2007.Nánari upplýsingar veitirEggert Þór Kristófersson, forstjórieggert@festi.is