Niðurstöður framhaldsaðalfundar VÍS – 19. maí 2020

Framhaldsaðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. var haldinn kl. 16:00, þann 19. maí 2020. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, Reykjavík, auk þess að vera sendur út rafrænt. Kosning fór fram í gegnum kosningakerfi Lumi AGM.Eftirfarandi eru niðurstöður fundarins:
Ákvörðun um tillögu stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað félagsins og greiðslu arðsTillaga stjórnar um að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 komi til hækkunar á eigin fé félagsins var samþykkt.Önnur málEngin önnur mál voru tekin fyrir á fundinum