Nýr liðsfélagi í skemmtana- & framkvæmdastjórn Nova
Ný skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova
Renata Blöndal hefur verið ráðin í starf fararstjóra (Chief Strategy Officer) Nova og tekur hún jafnframt sæti í skemmtana- & framkvæmdastjórn hjá félaginu. Renata mun leiða stefnumótun Nova ásamt því að greina helstu vaxtartækifæri til framtíðar. Renata býr yfir viðamikilli reynslu á sviði stefnumótunar og vöruþróunar í ferðaþjónustu, fjártækni og smásölu. Hún kemur til Nova frá Arctic Adventures þar sem hún var framkvæmdastjóri sölu og þjónustu. Áður starfaði Renata hjá CCP, Meniga, Landsbankanum og Krónunni þar sem hún leiddi meðal annars þróun á Snjallverslun Krónunnar.
Renata er með M.Sc. gráðu í Management Science and Engineering frá Columbia háskóla í New York og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri:
„Við fögnum því að fá góðan liðstyrk, en Renata mun taka við nýju hlutverki innan Nova sem felst í að stýra ferðinni þegar kemur að því að koma auga á og grípa vaxtartækifæri, ásamt því að leiða stefnumótun Nova. Við trúum því að tækifæri séu til staðar fyrir frekari vöxt Nova út fyrir fjarskiptageirann, og styður það við þá sýn okkar að vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir. Við viljum skora á okkur sjálf og aðra markaði, alveg eins og þegar Nova var stofnað. Vel heppnuð markaðssetning, góð þjónusta og forysta í innleiðingu nýjustu tækni hefur skilað Nova sterkri markaðshlutdeild og ánægðum og tryggum viðskiptavinum. Allir þessir þættir ásamt einstökum hópi starfsfólks hefur skilað félaginu miklum ávinningi og tekjuvexti undanfarin ár og er góður grunnur fyrir framtíðina. Renata mun styrkja Nova liðið enn frekar og hlakka ég mikið til að fá hana í liðið á nýju ári.“
Renata Blöndal:
„Það er virkilega spennandi að ganga til liðs við Nova og að fá tækifæri til að leiða stefnumótun félagsins. Ég hef fylgst lengi með Nova, vörumerkið er gríðarlega sterkt og fyrirtækjamenningin einstök. Þá sýna mælingar að ánægðustu viðskiptavinirnir séu hjá Nova. Ég kem því inn í sterka liðsheild en það eru ótal spennandi tækifæri til vaxtar, og ég hlakka mikið til að skella mér inn á dansgólfið og láta til mín taka.“
Um Nova
Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Hjá Nova starfa 156 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Nova hlaut fyrr á árinu hæstu einkunn fjarskiptafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni fjórtánda árið í röð.
Attachment