Skip to main content

Nova Klúbburinn hf.: Niðurstöður aðalfundar þann 29. mars 2023

Ný stjórn Nova

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Nova: Sigríður Olgeirsdóttir var kjörinn formaður stjórnar, Magnús Árnason, Jón Óttar Birgisson, Jóhannes Þorsteinsson, Hrund Rudólfsdóttir
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Nova: Sigríður Olgeirsdóttir var kjörinn formaður stjórnar, Magnús Árnason, Jón Óttar Birgisson, Jóhannes Þorsteinsson, Hrund Rudólfsdóttir

Aðalfundur Nova

Þetta var fyrsti aðalfundur í skráðu félagi sem eingöngu var stýrt af konum en Hrund Rudolfsdóttir flutti skýrslu stjórnar, Margrét Tryggvadóttir skemmtana- & forstjóri fór yfir árið, Svanhildur Magnúsdóttir var fundarstjóri og ritari fundar var Ásta Guðjónsdóttir.
Þetta var fyrsti aðalfundur í skráðu félagi sem eingöngu var stýrt af konum en Hrund Rudolfsdóttir flutti skýrslu stjórnar, Margrét Tryggvadóttir skemmtana- & forstjóri fór yfir árið, Svanhildur Magnúsdóttir var fundarstjóri og ritari fundar var Ásta Guðjónsdóttir.  

Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. var haldinn í dag, miðvikudaginn, 29. mars 2023. Þetta var fyrsti aðalfundur í skráðu félagi sem eingöngu var stýrt af konum en Hrund Rudolfsdóttir flutti skýrslu stjórnar, Margrét Tryggvadóttir skemmtana- & forstjóri fór yfir árið, Svanhildur Magnúsdóttir var fundarstjóri og ritari fundar var Ásta Guðjónsdóttir.  

 

Í stjórn félagsins voru kjörnir eftirfarandi einstaklingar: 

 

         Hrund Rudolfsdóttir  

         Jón Óttar Birgisson  

         Jóhannes Þorsteinsson  

         Magnús Árnason  

         Sigríður Olgeirsdóttir 

  

Jóhannes, Sigríður og Magnús koma inn í stjórnina í stað Hugh Short, Kevin Payne og Tinu Pidgeon. Stjórn hefur skipt með sér verkum og var Sigríður Olgeirsdóttir kjörinn formaður stjórnar. 

 

Jóhannes Þorsteinsson starfar í dag sem yfirmaður fjárstýringar T-Mobile í Bandaríkjunum, þar sem hann ber ábyrgð á allri fjármögnun fyrirtækisins. T-Mobile er leiðandi fyrirtæki á fjarskiptamarkaði í Ameríku.  

 

Sigríður Olgeirsdóttir er reyndur stjórnandi í hugbúnaðar- og hátæknigeiranum.  

 

Magnús er sjálfstæður ráðgjafi með góða reynslu á sviði markaðsmála, stafrænnar þróunar og fjarskipta. 

Sjálfkjörið var í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta ár, en nefndina skipa: 

         Margrét Kristmannsdóttir  

         Thelma Kristín Kvaran 

  

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri Nova:  

Fráfarandi stjórnarmeðlimum þakka ég fyrir samstarfið um leið og við bjóðum nýja stjórnsama og skemmtilega einstaklinga velkomna í Nova liðið. Við hlökkum til samstarfsins en öflug og góð stjórn skiptir sköpum í rekstri félaga. Ný stjórn á eftir að skora á okkur í Nova liðinu, vinna þéttan takt í stefnumótun með lykilstjórnendum og klappa okkur á bakið þegar við stöndum okkur vel. Þannig mun Nova halda áfram að vaxa og dafna inn í framtíðina.  

Síðasta ár var viðburðarríkt og ánægjulegt, þar sem starfsánægja í Nova liðinu var í hæstu hæðum og var Nova m.a fyrirtæki ársins í stærstu vinnustaðarannsókn á Íslandi en það er lykilinn að ánægju viðskiptavina. Viðskiptavinir Nova voru jafnframt þeir ánægðustu 14. árið í röð. Öflug uppbygging innviða átti sér stað á árinu og er Nova fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir til sinna viðskiptavina, en Nova býður nýjungar á borð við VoWifi, eitt íslenskra fjarskiptafyrirtækja, og Snjallöryggiskerfi með SjálfsVörn. 

Nova varð 15 ára á árinu og var skráning félagsins stórt skref. Markmið okkar er að þjónusta hluthafa jafnvel og viðskiptavini okkar.“ 

  

Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi fundargerð. 

    

 

Nova 
Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Í Nova liðinu eru um 150 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Nova hefur frá upphafi verið í farabroddi í innleiðingu nýjustu tækni og hefur fjárfest markvisst í uppbyggingu virkra innviða í sinni eigu sem mun tryggja Nova áframhaldandi forystu á fjarskiptamarkaði. Farsíma- og netkerfi Nova nær til 98% landsmanna 

 

 

Attachments

Disclaimer & Cookie Notice

Welcome to GOLDEA services for Professionals

Before you continue, please confirm the following:

Professional advisers only

I am a professional adviser and would like to visit the GOLDEA CAPITAL for Professionals website.

Cookie Notice

We use cookies to improve your experience on our website

Information we collect about your use of Goldea Capital website

Goldea Capital website collects personal data about visitors to its website.

When someone visits our websites, we use a third party service, Google Analytics, to collect standard internet log information (such as IP address and type of browser they’re using) and details of visitor behavior patterns. We do this to allow us to keep track of the number of visitors to the various parts of the sites and understand how our website is used. We do not make any attempt to find out the identities or nature of those visiting our websites. We won’t share your information with any other organizations for marketing, market research or commercial purposes and we don’t pass on your details to other websites.

Use of cookies
Cookies are small text files that are placed on your computer or other device by websites that you visit. They are widely used to make websites work, or work more efficiently, as well as to provide information to the owners of the site.