Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings breytir lánshæfismati Íslandsbanka í BBB/A-2 með stöðugum horfum

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag lækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/A-2 úr BBB+/A-2 og jafnframt breytt horfum í stöðugar úr neikvæðum.
Í rökstuðningi sínum býst S&P við því að Íslandsbanki sé í mun sterkari stöðu nú en árið 2008. Lánshæfismatið ‘BBB’ taki mið af stöðugri markaðshlutdeild Íslandsbanka á innlendum markaði og góðum árangri á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Álit S&P sé að bankinn standi framar en margir erlendir bankar þegar kemur að undirbúningi fyrir samkeppni við fjártæknifyrirtæki. Bankinn sé ennfremur með sterka lausa- og eiginfjárstöðu, endurfjármögnunarþörf bankans takmörkuð á árinu 2020 og þar að auki hafi Seðlabankinn sett á stofn sérstaka tímabundna lánafyrirgreiðslu sem tryggir aðgengi að lausafé.Ástæður breytingar S&P má rekja til álits þeirra að efnahagsumsvif á Íslandi og í Evrópu fari minnkandi á árinu 2020 sem gæti leitt til virðisrýrnunar á eignum Íslandsbanka, aukinna útlánatapa, minnkandi rekstrartekna og mögulegrar lækkunar eigin fjár. S&P telur jafnframt að rekstrarumhverfi fyrir íslenskar fjármálastofnanir sé krefjandi sem einkennist af kólnandi hagkerfi, lækkandi vaxtaumhverfi og ójafnrar samkeppnisstöðu við íslenska lífeyrissjóði en allt þetta hafi leitt til lækkandi arðsemi hjá íslenskum bönkum.S&P tekur fram að lánshæfismatseinkunn Íslandsbanka gæti hækkað ef bankinn styrkir umtalsvert afkomu og skilvirkni sína og að áhættusnið hans verði betra en innlendra samkeppnisaðila, án þess þó að bilið við erlenda samkeppnisaðila aukist. S&P gæti lækkað lánshæfismatseinkunn bankans ef efnahagsumhverfið á Íslandi verði enn erfiðara og leiði til minnkandi arðsemishorfa til lengri tíma litið og að RAC hlutfall bankans fari undir 15%.Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl – Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, ir@islandsbanki.isSamskiptastjóri – Edda Hermannsdóttir, pr@islandsbanki.isPóstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með heildareignir að fjárhæð 1.199 milljarðar króna, eiginfjárhlutfall sem nam 22,4% og markaðshlutdeild á bilinu 25-40% á innanlandsmarkaði í árslok 2019. Með hlutverkið „saman erum við hreyfiafl til góðra verka svo að þú náir árangri” og framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til þess að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans.
Til að koma enn betur til móts við síbreytilegar þarfir viðskiptavina hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar stafrænar lausnir svo sem app Íslandsbanka og Kass. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 14 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Íslandsbanki hefur BBB/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings. www.islandsbanki.isFyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.