Leiðrétting: Nova Klúbburinn hf.: Aðalfundur 29. mars 2023 – Endanleg dagskrá og tillögur
Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. verður haldinn rafrænt og á skrifstofu félagsins að Lágmúla 9, Reykjavík, miðvikudaginn 29. mars 2023, kl. 16:00.
Meðfylgjandi er endanleg dagskrá fundarins og tillögur stjórnar, sem er óbreytt frá fundarboðun.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á https://www.lumiconnect.com/meeting/nova2023 fyrir kl.16:00 þann 28. mars, eða degi fyrir fundardag. Skráningu á fundinn þarf að fylgja afrit af skilríkjum og umboð, ef við á. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar fyrir skráningu og þátttöku á fundinum.
Framboðsfrestur vegna framboða til setu í stjórn og tilnefningarnefnd félagsins rennur út kl. 16:00, föstudaginn 24. mars.
Fundargögn og allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins, www.nova.is/fjarfestar.
Attachments