Kvika banki hf.: Bráðabirgðatölur – 1. ársfjórðungur 2020
Helstu atriði úr bráðabirgðauppgjöri 1. ársfjórðungs 2020Áætlaður hagnaður fyrir skatta á fjórðungnum var 446 milljónir krónaÁætlað eiginfjárhlutfall var 24,2%Lausafjárþekja (LCR) var 275%Áætlaðar heildareignir námu 117,1 milljörðum krónaHandbært fé og innstæður í Seðlabanka námu 48,1 milljörðum krónaÚtlán til viðskiptavina námu 30,9 milljörðum krónaHagnaður fyrir skatta 446 milljónir krónaHagnaður Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 er áætlaður 446 milljónir króna sem er lítillega yfir áætlun tímabilsins.Lausafjárhlutfall var 275% í lok mars samanborið við 246% í lok árs 2019 og var langt umfram kröfur eftirlitsaðila um 100% lágmarksþekju. Áætlað eiginfjárhlutfall í lok mars var 24,2% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu, samanborið við 24,1% í lok árs 2019 og var vel umfram 20,6% eiginfjárkröfu eftirlitsaðila sem síðast var uppfærð þann 18. mars 2020.Útlán til viðskiptavina voru um 26,4% af efnahag bankans og námu 30,9 milljörðum í lok mars. Líkur eru á að COVID-19 faraldurinn muni leiða til greiðsluerfiðleika hjá einhverjum lántökum. Gæði útlánasafns eru m.a. metin samkvæmt IFRS 9 uppgjörsstaðlinum og gefur til kynna þrepaskipt gæði útlána. Í lok mars voru 13,8% af útlánum í þrepi 2 og þrepi 3 sem er aukning frá 31.12.2019 eins og sjá má í neðangreindri töflu. 31.3.2020 31.12.2019Þrep 1 77,4% 81,3%Þrep 2 12,0% 10,0%Þrep 3 1,8% 1,0%Gangvirði í gegnum rekstur 8,8% 7,7%Gjaldfærð virðisrýrnun útlána og neikvæðar gangvirðisbreytingar á útlánasafni eru áætlaðar 165 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en það er rúmlega tvöföld gjaldfærsla tímabilsins í fjárhagsáætlun.Árshlutareikningur Kviku banka hf. fyrir fyrsta ársfjórðung verður birtur þann 14. maí 2020. Gildandi afkomuspá var samþykkt og birt í janúar sl. Ákveðið hefur verið að endurmeta helstu forsendur spárinnar, þar með talið áætlaða stækkun lánabókar. Greint verður frá niðurstöðu endurmats á afkomuspá samhliða birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung.