VÍS: Samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna í mars 2020
Samsett hlutfall* í mars var 124,3% og það sem af er ári, 125,8%. Vakin er athygli á því að samsetta hlutfallið er nú reiknað samkvæmt leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem birt voru þann 18. mars 2020, en samkvæmt tilmælunum skal ekki taka tillit til vaxta og gengisbreytinga í samsettu hlutfalli.Hátt samsett hlutfall fjórðungsins skýrist af nokkrum þáttum. Óveður, snjóflóð og alvarleg bílslys settu mark sitt á þennan tjónaþunga fjórðung. Matsbreytingar eldri slysatjóna og stærri munatjóna hafa einnig neikvæð áhrif á fjórðunginn. Matsbreytingar síðustu ára hafa viðvarandi verið neikvæðar, sér í lagi í líkamstjónum ökutækja. Til að lágmarka neikvæða matsþróun til framtíðar hefur félagið aðlagað aðferðafræði við mat á tjónaskuld og styrkt hana samantekið um 700 milljónir kr. í fjórðungnum.
VÍS greiddi viðskiptavinum sínum rúma 2 milljarða króna í tjónabætur** í mars og hefur greitt viðskiptavinum sínum um 4,9 milljarða króna í tjónabætur það sem af er ári.Ávöxtun fjárfestingaeigna í mars var neikvæð um 1,6%. Ávöxtun fjárfestingaeigna frá áramótum (janúar, febrúar og mars) er neikvæð um 0,5%.
*Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingastarfsemi sem hlutfall af iðgjöldum samkvæmt leiðbeinandi tilmælum Seðlabanka Íslands, fjármálaeftirlits nr. 1/2020.
**Hafa skal í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast á milli mánaða.
Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu erlat@vis.is