Islandsbanki hf.: Niðurstaða úr endurkaupatilboði á skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum
Íslandsbanki tilkynnir í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda 350 milljóna sænskra króna skuldabréfaútgáfu (ISIN: XS1940960625) sem ber fljótandi vexti og er á gjalddaga 28. júlí 2020.
Tilboðið var háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupalýsingu sem bankinn hefur tekið saman og dagsett er 30. mars 2020.Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð 350 milljónir sænskra og voru þau öll samþykkt. Bankinn hefur þar með keypt til baka alla útgáfuna og mun færa hana niður að afloknu uppgjöri 6. apríl 2020.Nánari upplýsingar um niðurstöðu endurkaupatilboðsins er að finna í tilkynningu sem birt var í írsku kauphöllinni þar sem skuldabréfið er skráð og er hér sem viðhengi (e. Tender Offer Results).Umsjónaraðili með endurkaupunum fyrir hönd bankans er Nordea Bank Abp.
Nánari upplýsingar veita: Fjárfestatengsl – ir@islandsbanki.is.ViðhengiTender Offer Results – 02-Apr-2020