Eik fasteignafélag hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun og lok endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) keypti í vikunni 1.500.000 eigin hluti fyrir kr. 9.015.000:Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um að endurkaupaáætluninni sé nú lokið en félagið birti tilkynningu þess efnis í kauphöll fyrr í dag.
Eik keypti samtals 7.500.000 hluti og nam kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 46.230.000. Eik á nú samtals 1,45% af heildarhlutafé félagsins sem er 3.465.180.435. Félagið átti fyrir upphaf endurkaupáætlunarinnar 42.617.000 hluti. Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun sem hrint var í framkvæmd 12. mars 2020, sbr. tilkynningu til kauphallar, dags. 10. mars 2020. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf var í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.
Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2209/820-8980