Lánasjóður sveitarfélaga – Útboð fellt niður. Sala á nýjum skuldabréfaflokki LSS 39
Lánasjóður sveitarfélaga fellir niður áður auglýst útboð þann 16. mars og tilkynnir um sölu á nýjum skuldabréfaflokki LSS 39 0303 miðvikudaginn 16. mars 2022.
Skuldabréfaflokkurinn verður verðtryggður með föstum 1,0% ársvöxtum og greiðslum á sex mánaða fresti, í fyrsta skipti 3. september 2022. Endurgreiðsla höfuðstóls verður með jöfnum afborgunum á sex mánað fresti og er fyrsta greiðsla af höfuðstól þann 3. september 2024. Lokagjaldagi er 3. mars 2039. Fyrsti vaxtadagur verður 3. mars 2022.
Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 2.500 til 3.000 milljónum króna að nafnvirði en áskilur sér rétt til að hækka eða lækka útboðsfjárhæð útboðsins. Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudagurinn 23. mars 2022. Útgefandi mun óska eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með fyrsta útboðinu á þessum nýja skuldabréfaflokk en eftir það mun hann fara inn í hefðbundið útboðsfyrirkomulag hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Fyrirhugað er að viðskiptavakt hefjist með flokkinn á árinu.
Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í flokknum. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.
Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 16. mars 2022 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is
Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim verður hægt að nálgast á vefsíðu sjóðsins, https://www.lanasjodur.is/fjarfestar/fjarmognun/
Nánari upplýsingar veita:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is
Gunnar S. Tryggvason, Markaðsviðskipti Landsbankans, í síma 410 6709 eða gunnars@landsbankinn.is