Eimskip: Upplýsingar um framkvæmd aðalfundar

Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 26. mars kl. 16:00.Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Fundir þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru bannaðir. Eimskip er mikilvægt fyrirtæki i flutningaþjónustu og þarf á þessum fordæmalausum tímum að tryggja virkni flutningakeðjunnar og þjónustu við viðskiptavini og landsmenn alla. Vegna þessa biður stjórn félagsins hluthafa um að mæta ekki á fundinn heldur kjósa fyrirfram og skriflega um tillögur fundarins og veita fundarstjóra umboð til að kjósa á fundinum fyrir sína hönd.Skrifleg fyrirfram kosning
Atkvæðaseðill með umboði er hjálagt og aðgengilegur á heimasíðu félagsins:
https://www.eimskip.com/investors/shareholder-meetings/annual-general-meeting-2020/Frestur hluthafa til að kjósa skriflega hefur verið lengdur. Atkvæðaseðlar, undirritaðir, dagsettir og með undirritun tveggja vitundarvotta skal skanna og senda félaginu gegnum agm2020@eimskip.com eigi síðar en kl. 13:00 þann 26. mars 2020.Fundurinn verður sendur út gegnum fjárfestasíðu félagsins www.eimskip.com/investors með sama hætti og fjárfestafundir. Þar verður útbúinn sérstakur hlekkur áður en fundur hefst. Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að aðalfundi loknum.Allar nánari upplýsingar veita:
Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is
Davíð Ingi Jónsson, regluvörður í síma 825-7210 eða complianceofficer@eimskip.isViðhengiEIM_Atkvæðaseðill & umboð